RECOMMENDED: ÓLI K exhibition @ Ásmundarsalur, Reykjavik / 2025.02.20. - 2025.11.14. 📷



BROT ÚR SÖGU ÞJÓÐAR - A PASSAGE FROM THE HISTORY OF A NATION 
14.11. – 20.02.2025

Ólafur K. Magnússon, yfirleitt kallaður Óli K. hefur stundum verið kallaður „ljósmyndari þjóðarinnar“ eða „sjónarvottur samtíðar“. Árið 1947 hóf hann störf á Morgunblaðinu og varð þar með fyrsti fastráðni ljósmyndarinn á dagblaði á Íslandi. Óli var þá 21 árs og nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann lærði ljósmyndun í New York og kvikmyndagerð hjá Paramount Pictures í Los Angeles. 

Starfsævi hans spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Andartök og augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í ljósmyndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði menn og konur að leikendum á sviði tímans – var staddur þar sem sagan gerðist.

Óli K. lagði sig fram við að skrá lífið í landinu á filmur sínar. Smátt og stórt, sorg og gleði. Hann myndaði meðal annars hörð átök lögreglu og mótmælenda á Austurvelli vegna inngöngu Íslands í Nató árið 1949 og áfanga og áföll í íslenskri útgerðar- og flugsögu. Óli K. myndaði marga þekktustu listamenn þjóðarinnar og heimsþekktar stórstjörnur eins og goðsögn jazzins, Louis Armstrong. Breyttir atvinnuhættir og nýr skali atvinnutækja og bygginga birtist einnig í myndasafni hans, tyllidagar og hversdagurinn líka. Þar eru meðal annars síldarstúlkur, nemendur í húsmæðrakennslufræði í kjallara Háskóla Íslands, konur í verkfalli og ungar ballerínur og fimleikakonur, sjómenn og sundkappar og karlarnir sem steyptu turn Hallgrímskirkju með aðferðum sem þættu ekki bjóðandi í dag.

Sýningin „Brot úr sögu þjóðar“ var sett upp á setustofunni á jarðhæð samhliða útgáfu bókarinnar „Óli K“ í Ásmundarsal þann 14. nóvember 2025 og er unnin í samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Í bókinni eru verk ljósmyndarans birt, bæði víðkunnar myndir sem óþekktar. Um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert: Uppvöxtur í Reykjavík í skugga sviplegs fráfalls föður hans, námsárin í Bandaríkjunum og síðan þrotlaust starf hans við að ljósmynda lífið í landinu.  

Bókin er skrifuð af Önnu Dröfn Ágústsdóttur sagnfræðingi og lektor við Listaháskóla Íslands. Hún skrifaði einnig vinsælu bækurnar Reykjavík sem ekki varð og Laugavegur í samstarfi við Guðna Valberg arkitekt. Kjartan Hreinsson sá um hönnun og umbrot og er einnig myndritstjóri bókarinnar ásamt Önnu Dröfn. Angústúra gefur bókina út og er hún fáanleg í öllum helstu verslunum.

_ENG

Ólafur K. Magnússon, usually known as Óli K., has sometimes been called “the nation’s photographer” or “the eyewitness of our time”. In 1947 he began working at Morgunblaðið, becoming the first permanent photographer at a newspaper in Iceland. Óli was then 21 years old and had just returned from the United States, where he had studied photography in New York and filmmaking at Paramount Pictures in Los Angeles. His career spanned half a century, during which time he established himself as an important participant in Icelandic culture. Moments and moments of Icelandic history became visible relics in his photographs. He captured atmosphere and emotions and gave them form, making men and women actors on the stage of time – he was present where history happened.

Óli K. made an effort to document life in the country on his films. Small and large, sorrow and joy. He photographed, among other things, fierce clashes between police and protesters at Austurvellir over Iceland's entry into NATO in 1949 and milestones and setbacks in Icelandic fishing and aviation history. Óli K. photographed many of the nation's best-known artists and world-renowned superstars such as jazz legend Louis Armstrong. Changing working practices and a new scale of industrial equipment and buildings also appear in his collection, as do the days of the tyllida and everyday life. Among them are herring girls, students in home economics in the basement of the University of Iceland, women on strike and young ballerinas and gymnasts, sailors and swimmers and the men who demolished the towers of Hallgrímskirkja using methods that would not be suitable today.

The exhibition "Brot úr sugu þjóðar" was set up in the lounge on the ground floor in conjunction with the publication of the book "Óli K" in Ásmundarsal on November 14, 2025 and is a collaboration with the Reykjavík Photographic Museum. The book features the photographer's work, both well-known and unknown images. At the same time, his story is told in more detail than has been done before: Growing up in Reykjavík in the shadow of his father's sudden death, his years of study in the United States and then his tireless work photographing life in the country. The book is written by Anna Dröfn Ágústsdóttir, a historian and lecturer at the Iceland Academy of the Arts. She also wrote the popular books Reykjavík sem ekki var and Laugavegur in collaboration with architect Guðni Valberg. Kjartan Hreinsson was responsible for the design and cover and is also the book's photo editor together with Anna Dröfn. Angústúra publishes the book and it is available in all major stores.

 

>>> FURTHER DETAILS: www.asmundarsalur.is/olik

 

>>> PHOTO ALBUM:

Óli K.
 

// Óli K. was the first photojournalist in Iceland and worked for about half a century with Morgunblaðið. Through his work he became an important witness to an ever growing and developing society. This book chronicles his work including most of his known photos but also his life. The author, historian Anna Dröfn Ágústsdóttir, also co-wrote the books Reykjavík sem ekki varð and Laugavegur.
 

ISBN 9789935523891

Author Anna Dröfn Ágústsdóttir

Publisher Angústúra, 2024

Format Hardcover, 29 cm

Pages 231



// Þegar Óli K. hóf störf á Morgunblaðinu árið 1947 var hann fyrsti fastráðni blaðaljósmyndarinn á Íslandi. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði karla og konur að leikendum á sviði tímans – var staddur þar sem sagan gerðist.

Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar. Um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert, fjallað um uppvöxtinn í Reykjavík í skugga sviplegs fráfalls föður hans, námsárin í Bandaríkjunum og síðan þrotlausa elju við að ljósmynda lífið í landinu.

Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þriðja sæti Bóksalaverðlaunanna.

„Glæsileg bók sem auðvelt er að sökkva sér ofan í, aftur og aftur.“ Kjartan Þorbjörnsson/Golli, Heimildinni

„Dásamleg bók og ein af perlum þessa bókaflóðs.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur

„Það er alveg stórkostlega heillandi að skoða þessa bók." Egill Helgason, Kiljunni

Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur, annar höfunda hinna vinsælu bóka Reykjavík sem ekki varð og Laugavegur, skráir sögu þessa mikilvæga ljósmyndara.
 

_ENG

Here is a selection of Óli K.'s works, both well-known and unknown. At the same time, his story is told in more detail than has been done before, discussing his upbringing in Reykjavík in the shadow of his father's sudden death, his years of study in the United States and then his tireless passion for photographing life in the country.

Nominated for the Icelandic Literature Prize. Third place in the Icelandic Book Prize.

"A magnificent book that is easy to immerse yourself in, again and again." Kjartan Þorbjörnsson/Golli, Heimildinni

"A wonderful book and one of the pearls of this flood of books." Stefán Pálsson historian

"It is absolutely wonderfully fascinating to look at this book." Egill Helgason, Kiljunni

Historian Anna Dröfn Ágústsdóttir, co-author of the popular books Reykjavík sime ekki var and Laugavegur, records the story of this important photographer.

  • Anna Dröfn Ágústsdóttir, 2024
  • Bókarhönnun: Kjartan Hreinsson
  • Innbundin, 220x290mm
  • 232 blaðsíður

 

 

>>> MORE INFORMATION: angustura.is/collections

 

 

 

 

Illustration: c.arvakur.is