RECOMMENDED: Valgerður Sigurðardóttir - ÞÆTTIR exhibition @ Ásmundarsalur, Reykjavik / 2025.06.18. - 2025.08.10. 🎨 🇮🇸

Valgerður Sigurðardóttir
SÝNING : ÞÆTTIR / ASPECTS
Við fyrstu sýn virka teikningar og skúlptúrar hennar einfaldar, en undir yfirborðinu leynist ólgandi flækja. Hún byrjar á einhverju kunnuglegu — heimilissenum, smáatriðum dagsins — og blandar svo inn draumum, tilfinningum og óljósum minningum. Hún leikur sér að mörkunum milli öryggis og óöryggis, milli þess sem við þekkjum og þess sem vekur ónot. Eins og í sýningunni Talking to an Angel sem hún sýndi í Keteleer Gallerý árið 2024, sækir hún í eigin reynslu: fæðingu, móðurhlutverkið, missi og þrá. En hún lætur þar ekki staðar numið — hún sækir tengsl í annað stærra, hinn sameiginlega reynsluheim — sammannlegt svæði þar sem frummyndir, sögur og draumar renna saman í eitt.
At first glance, her drawings and sculptures appear simple, but beneath the surface lies a turbulent complexity. She begins with something familiar—domestic scenes, the details of the day—and then mixes in dreams, emotions, and vague memories. She plays with the boundaries between security and insecurity, between what we know and what is uncomfortable. As in her exhibition Talking to an Angel at Keteleer Gallery in 2024, she draws on her own experiences: birth, motherhood, loss, and longing. But she doesn’t stop there—she seeks connections to another, larger, shared world of experience—a shared space where primal images, stories, and dreams merge into one.
>>> EXHIBITION IN DETAIL
>>> Valgerður Sigurðardóttir INTRODUCTION
>>> PORTFOLIO
>>> INTERVIEW HERE !!!
>>> www.icelandicartcenter.is